Ársverðbólgan eitt prósent á næsta ári

Ársverðbólgan eitt prósent á næsta ári

Segja má að verðbólgumælingin í október hafi valdið markaðsaðilum nokkrum vonbrigðum enda voru verðbólgutölur í hærri kantinum, miðað við það sem verið hefur – jafnvel þótt horft sé framhjá áhrifum vegna gjaldskrárhækkana hjá OR. Við teljum þetta þó aðeins vera tímabundið bakslag og eru verðbólguhorfur afar hagstæðar á næstu mánuðum - enda fáir verðbólguvaldar til staðar. Líklegt er að gengisstyrking krónunnar og erfitt árferði muni spila stærra hlutverk en áður í þeim mælingum sem framundan eru.

Helstu forsendur:

  • Áframhaldandi slaki verður í hagkerfinu og kaupmáttur heimila lítill.
  • Launahækkunum verður stillt í hóf og atvinnuleysi helst áfram hátt.
  • Krónan helst stöðug.
  • Skatta- og gjaldskrárhækkanir.
  • Húsnæðisliðurinn hefur engin áhrif á næsta ári.

 

Sjá umfjöllun í heild: