Verðbólguspá: +0,4% hækkun í nóvember

Verðbólguspá: +0,4% hækkun í nóvember

Greiningardeild spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í nóvember. Gangi spá okkar eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3% samanborið við 3,3% í október.

Helstu þættir í spánni, 

  • Hrávöruverðshækkanir skila sér til landsins.
  • Dreifing á rafmagni hækkar.
  • Húsnæðisliðurinn til hækkunar.
  • Lendir flugið?

Hversu miklar hrávöruverðshækkanir eiga eftir að koma fram?
Eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá virðist vera innistæða fyrir a.m.k. 5% verðhækkun á brauð og kornvörum og ríflega 25% hækkun á kaffi ef tekið er mið af verðþróun á hrávöruverði út í heimi (mælt í íslenskum krónum). Heildaráhrifin af þessum hækkunum á matvörur ættu því að hafa um 0,2% áhrif til hækkunar VNV.

Álagning á eldsneyti hefur hækkað. Ef við skoðum þróun á heimsmarkaðsverði á hráolíu (umbreyttu í íslenskar krónur) og þróun á verði eldsneytis (án opinberra gjalda) þá má draga þá ályktun að þær verðhækkanir sem hafa átt sér stað hér heima að undanförnu megi rekja til aukinnar álagningar á eldsneytisverði. Þannig hefur heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkað um 6% (mælt í krónum) frá áramótum á sama tíma hefur eldsneytisverð olíufélaganna hækkað um 3%. Frekari verðhækkanir á eldsneyti voru tilkynntar í gærkvöldi en þær hækkanir koma fram í desembermælingu Hagstofunnar.

Sjá umfjöllun í heild: