Lítil verðbólga í nóvember

Lítil verðbólga í nóvember

Verðlag hækkaði um 0,05% í nóvember og mælist tólf mánaða verðbólga nú 2,6% samanborið við 3,3% í október, ef við horfum framhjá skattahækkunum ríkisstjórnarinnar þá er skattaleiðrétt verðbólga komin niður í 1,9%. Verðbólgan í nóvember mælist vel undir því sem helstu spár gerðu ráð fyrir en almennt lágu þær á bilinu 0,4-0,5%, Greiningardeild spáði 0,4% hækkun. Frávik frá okkar spá má fyrst og fremst rekja til lækkunar á matvörum (en við gerðum ráð fyrir hækkun).

Ef horft er framhjá 0,12% áhrifum af gjaldskrárhækkun OR þá mældist verðhjöðnun í nóvember. Að okkar mati eru verðbólguhorfur afar hagstæðar en nýjasta verðmæling Hagstofunnar endurspeglar í raun þá stöðnun sem er í hagkerfinu. Á sama tíma og lítil eftirspurn er í verslun og annarri þjónustu þá hlýtur gengisstyrkingin að fara að skila sér út í verðlagið, en eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá hafa helstu undirliðir í raun hækkað frá áramótum á sama tíma og krónan hefur styrkst um 14%.

Sjá umfjöllun í heild: