Hverjir eru hinir virku stýrivextir?

Hverjir eru hinir virku stýrivextir?

Stýrivextir Seðlabankans eru vextir í endurhverfanlegum viðskiptum við fjármálastofnanir – þ.e. þeir vextir sem lánastofnanir „kaupa“ peninga á hjá Seðlabankanum. Þeim er síðan ætlað að leggja línurnar fyrir millibankavexti og heildsöluverð á fjármagni. Þar sem hinir nýju bankar hafa lítið sem ekkert þurft að leita til Seðlabankans um endurhverfanleg lán vegna góðrar lausafjárstöðu hafa stýrivextir bankans verið lítt virkir. Virkir vextir Seðlabankans hafa því verið innlánavextir Seðlabankans eins og sést hér að neðan. Af sólarmerkjum að dæma eru stýrivextir bankans aftur að verða virkir þar sem aukalausafé bankastofnana hefur nokkuð verið að ganga niður síðustu mánuði. Áhrifin á breyttri skilgreiningu stýrivaxta eykur svigrúm til frekari vaxtalækkunar enda yrðu hinir virku stýrivextir um 60 punktum hærri. Að sjálfsögðu hefði þetta þó ekki áhrif á markaðsvextina þar sem þeir miðast nú þegar í dag við hámarksvexti innistæðubréfa.

Sjá umfjöllun í heild: