Enn eitthvert svigrúm - virkir vextir lækka um 75 punkta

Enn eitthvert svigrúm - virkir vextir lækka um 75 punkta

Peningastefnunefnd tilkynnti í dag um 50 punkta lækkun vaxta á innlánum og 100 punkta lækkun á 28 daga hámarksvöxtum innistæðubréfa og veðlánavöxtum. Seðlabankinn skilgreinir virka stýrivexti sem meðaltal af innlánsvöxtum og innistæðubréfum og samkvæmt þessu voru því virkir stýrivextir lækkaðir um 75 punkta og eru því nú 4% (ef reiknað er á ársgrundvelli).

Með þessari vaxtaákvörðun er Seðlabankinn að þrengja vaxtaganginn – þ.e. það bil sem er á milli hæstu og lægstu vaxta Seðlabankans sjálfs en þar innan liggja millibankavextir (markaðsvextir).Þetta er gert með því yfirlýsta að markmiði að draga úr sveiflum markaðsvaxta. Eins og við höfum áður bent á eru millibankavextir (markaðsvextir) nú afar nálægt vöxtum innistæðubréfa Seðlabankans til 28 daga og veðlánavöxtum. Þetta er nokkur breyting þar sem millibankavextir voru lengi vel áður samsíða innlánsvöxtum eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Sjá umfjöllun í heild,