Verðbólguspá: +0,3% hækkun í desember

Verðbólguspá: +0,3% hækkun í desember

Greiningardeild spáir 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í desember. Gangi spá okkar eftir mun tólf mánaða verðbólga fara lítillega undir verðbólgumarkmið Seðlabankans og mælast 2,4%. Bráðabirgðaspá fyrir næstu mánuði hefur tekið örlitlum breytingum til hækkunar (sjá að neðan).

Helstu þættir í spánni, 

  • Eldsneytisverð hækkar. Í desember mun eldsneytisverð hafa um +0,2% áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs . Ástæða hækkunar má að hluta til rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði á hráolíu ásamt því sem dollar hefur styrkst. Hinsvegar hefur eldsneytisverð hækkað meira hér heima en verðþróun ytra gefur e.t.v. tilefni til – sem er vísbending um aukna álagningu olíufélaganna á árinu(sjá umfjöllun hér að neðan).
  • Lækkun flugfargjalda gengur tilbaka. Flugfargjöld lækkuðu í nóvember og gerum við ráð fyrir að sú lækkun gangi tilbaka í desember, líkt og verið hefur síðustu árin (lækkun í nóvember en hækkun í desember).
  • Hvað gerir húsnæðisliðurinn? Í spá okkar er gert ráð fyrir lítilsháttar hækkun húsnæðisliðar, eingöngu vegna þess að áhrif októbermælingarinnar hafa ennþá áhrif (en í október mældist töluverð hækkun á fasteignaverði). Hins vegar lækkaði verð á viðhaldi húsnæðis í nóvember og útilokum við ekki frekari lækkanir í þessum mánuði. Eins og áður hefur verið bent á er húsnæðisliðurinn stór óvissuþáttur í verðbólguspá okkar enda sveiflukenndur liður og oft erfitt að meta áhrif húsnæðisliðar út frá mánaðarmælingu fasteignavísitölu FMR og Hagstofunnar þar sem sambandið þar á milli er frekar ófullkomið.
  • Aðrir liðir. Viðhald vegna húsnæðis lækkaði í nóvember og hugsanlega gætu frekari lækkanir komið fram í desember einnig. Greiningardeild gerir ekki ráð fyrir að aðrir liðir breytist mikið í mánuðinum.

Sjá umfjöllun í heild,