Verðlag hækkar um 0,33% í desember

Verðlag hækkar um 0,33% í desember

Verðlag hækkaði um 0,33% í desember og mælist tólf mánaða verðbólga nú 2,5% samanborið við 2,6% í nóvember. Skattaleiðrétt verðbólga er nú komin í 1,7%. Allir meginþættir mælingarinnar voru í takt við spá Greiningardeildar sem gerði ráð fyrir 0,3% hækkun verðlags.

Í fyrri verðbólguspá okkar gerðum við ráð fyrir u.þ.b. 0,4% lækkun verðlags í janúar. Nú gerum við hinsvegar ráð fyrir í kringum 0,8% verðlækkunar í janúar (sjá umfjöllun að neðan) og mun því tólf mánaða verðbólga fara niður fyrir 2% í janúar (Verðbólguhorfur eru því afar jákvæðar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund Seðlabankans sem er settur í febrúar).

Massív verðlækkun í janúar – Hagstofan dregur upp kanínu
Þrátt fyrir hressilegar útsölur (-0,9% til lækkunar) þá gerum við á móti ráð fyrir 0,3-0,45% áhrifum uppá við vegna skatta- og gjaldskrárhækkana hins opinbera (enn er hinsvegar nokkur óvissa um áhrif af gjaldskrárhækkunum sveitarfélaganna). Það sem við vissum ekki þá var að Hagstofan mun í janúar taka útvarpsgjald (hét afnotagjald) út úr vísitölu neysluverðs með 0,4% áhrifum til lækkunar verðlags (mat Hagstofunnar). Þessi lækkun verður því hrein viðbót við útsöluáhrifin og gerum við því ráð fyrir um 0,8% lækkun VNV í janúar (en ekki 0,4% lækkun eins og fyrri spá okkar gerði ráð fyrir).

Sjá umfjöllun í heild: