Merki um viðsnúning: Landsframleiðsla dregst minna saman

Merki um viðsnúning: Landsframleiðsla dregst minna saman

Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi dróst saman um 1,6% frá sama fjórðungi í fyrra sem er mun minni samdráttur en verið hefur en til samanburðar þá dróst landsframleiðsla saman um 7-7,5% á fyrstu tveimur fjórðungum ársins. Einkaneysla (sem vegur þyngst í landsframleiðslu eða um 1/2 landsframleiðslunnar) er að vaxa á ný eftir að hafa dregist saman í níu ársfjórðunga samfleytt. Fjárfesting hefur hins vegar enn ekki náð botni sínum og er að dragast saman milli ára. Að mati Greiningardeildar eru hinar nýju landsframleiðslutölur merki um að efnahagsbati sé hafinn að minnsta kosti er önnur afleiðan orðin jákvæð!

Líklegt er hins vegar að niðurstaða fyrstu þriggja ársfjórðunga sé undir væntingum Seðlabankans og Hagstofunnar en nýja hagvaxtarspá þeirra gerir ráð fyrir 2,5%-3% samdrætti á þessu ári en til samanburðar hefur landsframleiðslan dregist saman um 5,5% á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Lykilatriðið er að til að spá þeirra gangi eftir þarf landsframleiðslan að vaxa um 5-6% á síðasta fjórðungi ársins, sem verður að teljast ólíkleg þróun m.v. ganginn í hagkerfinu.

Helstu atriði,

  • Einkaneysla vex á ný
  • Fjárfesting enn að dragast saman
  • Utanrikisviðskipti óhagstæð

Sjá umfjöllun í heild,