Verðhjöðnun í janúar: Verðlag lækkar um 0,9%

Verðhjöðnun í janúar: Verðlag lækkar um 0,9%

Verðlag lækkaði um 0,9% í janúar og mælist tólf mánaða verðbólga 1,8% samanborið við 2,5% í desember. Horft framhjá skattahækkunum ríkisins þá lækkaði verðlag um 1,1% í janúar. Verðhjöðnunin í janúar var yfir væntingum markaðsaðila en flestar spár gerður ráð 0,6-0,8% lækkun– Greiningardeild spáði 0,8% verðhjöðnun. Frávik í spánni okkar skýrist fyrst og fremst af verðlækkun húsnæðisliðar.

Er ástæða til að fagna?
Þrátt fyrir að veruleg verðhjöðnun sé að mælast í janúar þá er að okkar mati ekki ástæða til að fagna of mikið þar sem hluti af þessari lækkun má rekja til árstíðabundinna þátta (sem þá ganga tilbaka). Þá má ekki gleyma breytingum Hagstofunnar á vísitölunni sem lækkaði verðlagið verulega aðeins í þetta eina skipti.

Horfur næstu mánuði: Verðbólga framundan - Árstíðabundnir þættir hafa áhrif
Almennt gildir að eftir útsölumánuði eru verðbólgumánuðir framundan – m.ö.o þá þá ganga útsölur á endanum tilbaka. Nú gerum við ráð fyrir að áhrifin dreifist yfir næstu tvo mánuði. Þá er enn sú hætta fyrir hendi kostnaðarverðbólga sé framundan vegna hrávöruverðshækkana úti í heimi, bæði á mat og olíu. Heilt yfir árið 2011 þá er Greiningardeild hins vegar frekar bjartsýn á verðbólguhorfur og gerir spá okkar ráð fyrir að ársverðbólgan haldist undir 2,5% markmiði Seðlabankans.

Sjá umfjöllun í heild: