Spáum 50 punkta lækkun stýrivaxta

Spáum 50 punkta lækkun stýrivaxta

Fátt hefur breyst frá síðasta stýrivaxtafundi Seðlabankans í desember. Enn eru horfur á lækkandi verðbólgu, lágu fjárfestingarstigi, háu atvinnuleysi og litlum hagvexti á þessu ári. Þá stefnir allt í að Seðlabankinnn lækki hagvaxtarspá sína enn á ný vegna óvissu í tengslum við framkvæmd í Helguvík (sem þýðir 1% minni hagvöxt á árinu 2012).

Spáin gerir því ráð fyrir að hinir virku vextir í dag; þ.e. veðlánavextir (repo) og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum læku um 50 punkta. Þá spáum við að innstæðuvextir (depo) lækki um 25 punkta - en þeir vextir skipta minna máli í dag en áður eins og sést á meðfylgjandi mynd. Veðlánavextir fara því úr 4,5% í 4%, vextir á innstæðubréfum fara úr 4,25% í 3,75% og innstæðuvextir lækka úr 3,5% í 3,25%.

Sjá umfjöllun í heild:

Stýrivaxtaspá fyrir febrúar (283 KB)