Út á hvað gengur Icesave samkomulagið?

Út á hvað gengur Icesave samkomulagið?

Eins og alþjóð veit liggur fyrir nýtt frumvarp um lúkningu Icesave skulda Landsbanka Íslands. Þessi samningur er hagstæðari en hinn fyrri en það munar þó mest á milli eru mun vænlegri horfur um endurheimtur og greiðslur úr þrotabúi Landsbankans og styrking á gengi krónunnar. Einnig eru vaxtakjör vitaskuld mun hagstæðari og endurgreiðslur hraðari sem einnig lækkar kostnað íslenska ríkisins umtalsvert vegna samningsins. Hins vegar eru enn gríðarlega mörg óvissuatriði til staðar.

Til að fá heildarmynd af málinu er grundvallaratriði að átta sig sig á tveimur hlutum (einbeitum okkur að höfuðstóli í þessari umfjöllun): þ.e. samspili á eigna- og skuldahlið þrotabús Landsbankans og Tryggingarsjóðsins.

Tefur Icesave fyrir afnámi gjaldeyrishafta?

Að gefnum gjaldeyrishöftum og engum meiriháttar utanaðkomandi skellum er nokkuð líklegt að gengisáhrif (krónunnar) á Icesave skuldbindinguna verði innan ásættanlegra marka (þ.e. að krónan veikist ekki umtalsvert umfram 15-20%). Enda flest sem bendir til að áfram verði afgangur af viðskiptum við útlönd og að bankakerfið standi traustum fótum í skjóli gjaldeyrishaftanna. Ef ríkisstjórnin hinsvegar ákveður að stíga stór skref í afnámi hafta á næstu mánuðum eða árum munu líkurnar óhjákvæmilega aukast á verulegri gengisveikingu (og þar með hærri Icesave reikningi).

Sjá nánari umfjöllun hér: