Lítil vaxtalækkun - endurtekið efni

Lítil vaxtalækkun - endurtekið efni

Fyrr í dag tilkynnti Seðlabanki Íslands um 25 punkta vaxtalækkun - sem er lítillega undir væntingum Greiningardeildar (spáðum 50 punkta lækkun veðlánavaxta). Frétt dagsins er þó að okkar mati hinn nýji tónn peningastefnunefndar sem kemur fram í yfirlýsingunni:

„Þar sem horfur eru á að verðbólga verði áfram við verðbólgumarkmiðið og í ljósi þess að vextir eru í sögulegu lágmarki ríkir aukin óvissa um í hvaða átt næstu vaxtabreytingar verða. Áætlanir um afnám hafta á fjármagnshreyfingar skapa einnig óvissu til skemmri tíma“.

Dagur múrmeldýrsins
Ekki verður annað séð en að peningastefnunefndin hafi enn og aftur fallið í þá gryfju að túlka væntanlegt afnám gjaldeyrishafta sem þránd í götu lægri vaxta. – þ.e. án þess að nokkuð liggi fyrir í þeim efnum. En fátt annað getur mögulega skýrt svo litla vaxtalækkun, einkum í ljósi þess að peningastefnunefndin hefur litlar áhyggjur af 4,5% veikingu krónunnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Við hefðum e.t.v. skilið ákvörðun dagsins betur ef peningastefnunefndin hefði notað veikingu krónunnar sem rök fyrir svo lítilli lækkun vaxta – þrátt fyrir að slík rök væru jafnframt afar veik.

Sjá nánari umfjöllun: