Marel: allt í rétta átt

Marel: allt í rétta átt

Marel birti í gær uppgjör 4. árfjórðungs 2010 og afkomu síðasta árs. Tekjur félagsins aukast áfram milli ársfjórðunga og námu um 168 milljónum evra á fjórðungnum (af kjarnastarfsemi) sem er um 50% söluaukning milli ára. Tekjur ársins 2010 voru um 582 milljónir evra samanborið við 435 milljónir árið áður (af kjarnastarfsemi). Þessi söluaukning sýnir jákvæða þróun hjá félaginu en það sem skiptir einna helst máli er að samhliða þessari aukningu hafa hagræðingaaðgerðir skilað sínu og framlegðin því á pari við langtímamarkmið félagsins (sjá neðar). EBITDA félagsins af kjarnastarfsemi hækkaði um 85% á árinu 2010 og nam um 88 milljónum evra, eða um 15% af tekjum félagsins.

Sjá umfjöllun í heild: