Af hverju sýna erlendir aðilar HFF14 ekki áhuga?

Af hverju sýna erlendir aðilar HFF14 ekki áhuga?

Mikið hefur verið rætt um að krónueign erlendra aðila sé meðal þeirra þátta sem komi í veg fyrir afnám hafta. Rökin eru þau að þeir séu flokkaðir sem óþolinmóðir fjárfestar og vilji því selja krónurnar sínar sem fyrst þrátt fyrir að gengi krónunnar væri þeim óhagstætt. Krafan á HFF14 virðist ekki endurspegla þennan raunveruleika því erlendir aðilar (erlendar fjármálastofnanir) mega og geta losað um stöður sínar hér á landi einungis á örfáum árum með því að kaupa í HFF14 (þ.e. þeir mega taka með sér út samningsbundnar afborganir og vexti). Þetta bætist við þá staðreynd að flokkurinn virðist undirverðlagður miðað við stutta óverðtryggða rófið og verðbólguhorfur.

Sjá umfjöllum í heild: