Umsvifin að glæðast á ný - áhugaverður kostur?

Umsvifin að glæðast á ný - áhugaverður kostur?

Frá hruni hafa fjárfestar nær eingöngu leitað með peninga sína í öruggt skjól skuldabréfa og innlána. Hins vegar með auknum umsvifum í hagkerfinu gætu þó fjárfestar í auknum mæli farið að líta til annarra kosta, ef sú þróun er þá ekki nú þegar hafin. Í þessu sambandi er áhugavert að líta á fasteignverð hér á landi með augum erlendra fjárfesta, sem horfa nú á hríðlækkandi kjör í stuttum óverðtryggðum ríkisbréfum og innlánum, þar sem íslensk steinsteypa lítur e.t.v. betur og betur út sem fjárfestingakostur.

Eftir algjöra ládeyðu á fasteignamarkaði virðist nú komið eitthvert lífsmark í fasteignamarkaðinn. T.a.m. mældust 40% fleiri þinglýstir kaupsamningar í janúar 2011 samanborið við fyrra ár. En almennt helst í hendur aukin eftirspurn á markaði með hækkandi verði. Eins og sést á myndinni hér að neðan er veltan þó enn í sögulegum lægðum og því þess ekki að vænta að fasteignaverð taki viðlíka kipp upp á við.

Sjá umfjöllun í heild: