Verðbólguspá: +0,8% hækkun í febrúar

Verðbólguspá: +0,8% hækkun í febrúar

Greiningardeild spáir 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í febrúar. Gangi spá okkar eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 1,5% samanborið við 1,8% í janúar. Ársverðbólgan án áhrifa skattahækkana ríkisins verður hins vegar 1,3%. Útsölur ganga nú tilbaka og koma áhrifin fram í febrúar og mars.

Bráðabirgðaspá okkar gerir ennfremur ráð fyrir að verbólgan mælist 0,5% í mars, 0,4% í mars og 0,2% í apríl.

Engin hætta á ferð – í bili
Þrátt fyrir að spáin næstu mánuði sé e.t.v. í hærri kantinum og geti gefið svartsýnispésum byr undir báða vængi þá er útlitið enn nokkuð bjart að okkar mati.

  • Í fyrsta lagi eru árstíðabundnir þættir helstu verðbólguvaldar í febrúar og mars (vegna áhrifa útsöluloka)
  • Þá er hækkandi hrávöruverð að smitast út í verðlag til neytenda. En liðir eins og; eldsneyti, korn, hveiti og kaffi sem dæmi, eru að hækka vegna erlendra þátta (eins og uppskerubrests og aukinna eftirspurnar úti í heimi) – lítið er því hægt að gera hér innanlands til að sporna við þessari þróun.

Sjá umfjöllun í heild: