Hreina Ísland í ágætis málum

Hreina Ísland í ágætis málum

Seðlabankinn birti á dögunum ítarlega skýrslu um skuldastöðu þjóðarinnar og þær framtíðarhorfur sem blasa við þegar búið er að hreinsa efnahagsreikning þjóðarinnar. Athygli vekur hversu gríðarlega sterk áhrif einstakt fyrirtæki, Actavis, hefur á bæði brúttó og nettó skuldastöðu við útlönd en ekki síður á viðskiptajöfnuð. Fyrirtækið skuldar um 70% af VLF og virðast litlar eignir koma þar á móti (um 20% af VLF). Neikvæðu áhrifin af þessu eina fyrirtæki á hreina skuldastöðu Íslands eru því um 50% af VLF, eða um 775 milljarðar króna. Ef fyrirtækið er tekið út er hrein skuldastaða landsins því neikvæð um 23% af VLF (sjá að neðan).

Niðurstaða skýrslunnar gefur einnig til kynna að svigrúm Seðlabankans til gjaldeyriskaupa verði umtalsvert á næstu árum að því gefnu að allur sá gjaldeyrir sem verður til í gegnum væntan viðskiptaafgang skili sér til landsins.

Sjá nánari umfjöllun: