Talsverð verðbólga í febrúar

Talsverð verðbólga í febrúar

Verðlag hækkaði um 1,18% í febrúar sem er yfir væntingum greiningaraðila en spár lágu á bilinu 0,8-1%. Greiningardeild gerði ráð fyrir 0,8% verðbólgu í febrúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 1,9% samanborið við 1,8% í janúar. Frávik frá okkar spá má fyrst og fremst rekja til hækkunar húsnæðisliðar sem og ýmsum þjónustuverðshækkunum sem Greiningardeild gerði ekki ráð fyrir.

Bráðabirgðaspá: Hrávörur og árstíðabundnir þættir smitast áfram út í verðlagið
Gangi bráðabirgðaspá okkar eftir er ljóst að talsverð verðbólga er framundan – sem einkum má rekja til hækkandi hrávöruverðs úti í heimi sem og áhrifa vegna útsöluloka. Meginóvissuþáttur í skammtímaspá okkar snýr að hrávöruverði en ekki er hægt að útiloka að verulegar hækkanir hér heima séu framundan vegna þeirra. Ekki þarf að fjölyrða um áhrifin ef verðhækkanirnar halda áfram ytra.

Mars: +0,80%. Útsölur halda áfram að ganga tilbaka. Gerum ráð fyrir að eldsneyti muni skila a.m.k. +0,2% verðbólgu í mars (afgangurinn af hækkunum erlendis koma fram í apríl, sjá umfjöllun neðar). Húsnæðisliðurinn mun einnig áfram hafa áhrif til hækkunar.

Apríl: +0,55%. Mæling á húsnæðisliðnum núna í febrúar hefur enn áhrif í apríl og gerum við því ráð fyrir lítils háttar hækkun hér. Apríl er páskamánuður og því líklegt að flugfargjöld hækki í þessum mánuði. Við gerum ráð fyrir að eldsneyti hækki enn frekar í apríl.

Maí: +0,20%. Af því gefnu að olíuverðshækkanir hafi hér numið staðar þá gerum við ekki ráð fyrir miklum verðáhrifum vegna þessa í maí.

 

Sjá umfjöllun í heild: