Árið 2010: Lítill afgangur á viðskiptum við útlönd

Árið 2010: Lítill afgangur á viðskiptum við útlönd

Undirliggjandi viðskiptaafgangur, sem endurspeglar viðskipti Íslendinga við útlönd án áhrifa banka í slitameðferð, var jákvæður um 26 ma.kr. á árinu 2010 eða sem nemur 1,7% af landsframleiðslu. Niðurstaðan er undir væntingum en til hliðsjónar hafði Seðlabankinn fyrir skömmu (í Peningamálum) birt spá þess efnis að undirliggjandi viðskiptaafgangur á árinu 2010 yrði 6,6% af VLF.

Ef tölurnar í dag endurspegla það sem koma skal á næstu árum má í raun lítið út af bregða eigi þjóðarbúið að hafa getu til að mæta vaxta- og arðgreiðslum af erlendum lánum ásamt því að gengið haldist óbreytt. Einnig má draga í efa getu þjóðarbúsins til niðurgreiðslu skulda og söfnun óskuldsetts gjaldeyrisforða.

Sjá umfjöllun í heild sinni: