Aukin umsvif á íbúðamarkaði

Aukin umsvif á íbúðamarkaði

Ýmislegt bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé að rífa sig upp úr ládeyðunni sem hefur verið frá hruni. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í febrúar frá fyrri mánuði og hefur nú hækkað um 1,9% á árinu. Hvort sem horft er á þriggja, sex eða tólf mánaða breytingu þá eru allir mælikvarðar að sýna hækkun íbúðaverðs.

 Það kann e.t.v. að skjóta skökku við að veltan sé að aukast og fasteignaverð að hækka á meðan lánsfé er af skornum skammti og allar opinberar tölur benda til þess að útlán til fasteignakaupa séu ekki að aukast. Þá er skuldsetning margra heimila þung, atvinnuleysi enn á uppleið og væntingar heimila daprar. Heimilin hafa einnig orðið fyrir verulegri kaupmáttarskerðingu frá hruni og gangi spár eftir er útlit fyrir að kaupmáttur muni ekki ná sér almennilega á strik á næstu árum. Í ljósi þessa telur Greiningardeild að batamerkin gefi e.t.v ekki tilefni til of mikillar bjartsýni, að minnsta kosti ekki í bili.

Sjá umfjöllun í heild: