Erfitt aðgengi að lánsfé: Meiri eftirspurn eftir minni eignum

Erfitt aðgengi að lánsfé: Meiri eftirspurn eftir minni eignum

Eins og gefur að skilja hefur aðgengi að lánsfé til fasteignakaupa versnað til muna síðustu ár. Gerðar eru kröfur um hærra eiginfjárhlutfall og því sérstaklega erfitt að fjármagna kaup á dýrari eignum. Þetta mun valda því að aukning í eftirspurn eftir litlum íbúðum mun verða mun meiri en eftir stærri íbúðum. Í þessu samhengi er áhugvert að skoða verðhlutfall sérbýlis- og fjölbýlishúsnæðis. Á árunum 1994-2004 var verðhlutfall milli einbýlishús og fjölbýlishúsa nokkuð stöðugt. Samhliða innkomu bankanna á fasteignamarkaðinn haustið 2004 jókst aðgangur að lánsfé verulega og veðhlutföll hækkuðu (allt að 100% af markaðsverði). Afleiðingin varð sú að eftirspurn eftir sérbýli jókst verulega og verð hækkaði vel umfram verð á minni eignum. Nú er hins vegar líklegt á meðan fjármögnunarskilyrði eru erfið að þetta hlutfall muni leita í átt að jafnvægi á ný – og benda nýjustu tölur til þess að viðsnúningurinn sé nú þegar hafinn.

Sjá umfjöllun í heild sinni: