Verðlag hækkaði um 0,8% í apríl

Verðlag hækkaði um 0,8% í apríl

Talsverð verðbólga ofan í efnahagsslaka
Ef nýbirt hagspá Seðlabankans gengur eftir er útlit fyrir að framleiðsluslaki í hagkerfinu verði við lýði fram til ársins 2014. Þrátt fyrir að almenn eftirspurn í hagkerfinu sé í lágmarki, atvinnuleysi á uppleið og svartsýni mikil meðal neytenda þá er verðbólgan á uppleið – þetta stingur í stúf við það sem almenn fræði segja til um, en lítil verðbólga helst yfirleitt í hendur við aukinn framleiðsluslaka. Verðbólgukúfurinn sem nú gengur yfir er að sjálfsögðu ekki eftirspurnardrifinn. Fyrst og fremst má rekja hækkanir síðustu mánuði til hækkunar á heimsmarkaðsverði á hrávörum úti í heimi, enda er kjarnaverðbólgan að mælast undir 2,5% markmiði Seðlabankans.

Ein afleiðing gjaldeyrishafta: Húsnæðisverð á uppleið. Þrátt fyrir aukin umsvif á fasteignamarkaði má ekki greina samsvarandi aukningu í nýjum útlánum skv. upplýsingum úr Peningamálum. Líklega eru fjárfestar nú farnir að sýna fasteignum aukinn áhuga og peningur streymir því úr innlánum inn á fasteignamarkaðinn (m.a. vegna þess að það eru strangari veðskilyrði í dag en hér áður). Þetta er í raun eðlileg þróun enda liggur nú fyrir „plan“ hjá ríkisstjórninni um hvernig staðið verður að afnámi hafta og þar kemur skýrt fram að innlendir fjárfestar eru þeir síðustu til að mega fara með peninga sína úr landi. Því er ljóst aukinn áhugi fjárfesta á fasteignamarkaði má rekja til þess að það eru og verða áfram fáir aðrir fjárfestingakostir í boði enda útlit fyrir að gjaldeyrishöftin verði hér a.m.k. næstu fimm árin ef ekki lengur. Annar þáttur sem spilar ekki síður stórt hlutverk er talsverð uppsöfnuð eftirspurn sem er til staðar á íbúðamarkaði, sem endurspeglast m.a. í háu leiguverði. Sú eftirspurn er líklega að færa sig yfir á kaupmarkaðinn nú í auknum mæli. Afleiðing vegna þessa má nú greina í hækkun fasteignaverðs sem skilar sér í aukinni verðbólgu.

Sjá umfjöllun í heild sinni: