Hækkandi verðbólga ofan í veikan efnahagsbata

Hækkandi verðbólga ofan í veikan efnahagsbata

Verðbólgan er á uppleið og ólíklegt að Seðlabankinn verði undir verðbólgumarkmiði í nánustu framtíð. Lesa má úr síðustu yfirlýsingu peningastefnunefndar að þeim hugnist illa þær launahækkanir sem felast í nýjum kjarasamningum enda tefla þær verðbólgumarkmiði bankans enn frekar í hættu. Verðbólguvæntingar hafa hækkað að undanförnu en peningastefnunefnd hefur ítrekað líst áhyggjum sínum af slíkri þróun. Þessu til viðbótar eru aukin umsvif á fasteignamarkaði nú þegar farin að setja strik í reikninginn.

Í ljósi alls þessa er ljóst að Seðlabankinn stendur á krossgötum. Brennur þar helst spurningin hvort Seðlabankinn hækki vexti vegna versnandi verðbólguhorfa á sama tíma og veikur efnahagsbati er í augsýn? Einnig er ljóst að pólitískur þrýstingur mun aukast í þá átt að Seðlabankinn horfi framhjá versnandi verðbólguhorfum í vaxtaákvörðunum sínum. Enda má segja að vaxtahækkun ofan í efnahagsslaka sé eingöngu til þess fallin að auka enn frekar á slakann í hagkerfinu, en slíkt samræmist varla þeim háleitu markmiðum sem sett eru fram í kjarasamningum um að hagvöxtur næstu ára verði 4-5% á ári. Að mati Greiningardeildar er hins vegar ljóst út frá verðbólguhorfum að stýrivextir hafa náð botni í núverandi vaxtalækkunarskeiði.

Sjá umfjöllun í heild: