Verðbólguspá: +0,7% hækkun í maí

Verðbólguspá: +0,7% hækkun í maí

Greiningardeild spáir 0,7% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í maí. Gangi spá okkar eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3,1% samanborið við 2,8% í apríl. Að þessu sinni hefur eldsneytisverð engin áhrif á verðbólgutölur. Að stærstum hluta má rekja þessa háu verðbólgu í mánuðinum til gjaldskrárhækkunar OR og vanmats Hagstofunnar á byggingarkostnaði.

Helstu þættir í maíspánni,

  • Reikniskekkja Hagstofunnar. Vegna uppsafnaðs vanmats Hagstofunnar á byggingarvísitölu þarf að endurreikna byggingarkostnaðinn í VNV og koma áhrifin nú fram. Heildaráhrif+0,2%
  • Gjaldskrárhækkun OR. Orkuveitan hækkaði gjaldskrár sínar enn eina ferðina þann 1.maí sl, heita vatnið hækkaði um 8% og fráveitugjaldið um 45%. Heildaráhrif +0,14%
  • Húsnæðisliðurinn hækkar. Aukin umsvif á fasteignamarkaði hafa skilað sér í hækkandi húsnæðisverði að undanförnu. Við gerum ráð fyrir að svo verði áfram í maí. Heildaráhrif 0,1%.

Sjá umfjöllun í heild: