Ríflega 1% verðbólga í maí 2011

Ríflega 1% verðbólga í maí 2011

Seðlabankinn að kljást við mörg vandamál í einu
Ýmsir liðir hafa áhrif á verðbólguna að þessu sinni. Vega þar þyngst áhrif hækkandi hrávöruverðs á erlendum mörkuðum ásamt því sem gjaldskrárhækkun OR og reikniskekkja Hagstofunnar eru að spila inn í. Hér er því fyrst fremst um kostnaðarverðbólgu að ræða.

Gangi spár okkar eftir er útlit fyrir að ársverðbólgan færist nú fjær verðbólgumarkmiði en í því felst verulegur vandi fyrir Seðlabankann. Bankinn stendur á ákveðnum krossgötum í augnablikinu. Mun Seðlabankinn hækka vexti ofan í þann efnahagsslaka sem er til staðar? Að mati Greiningardeildar er Seðlabankinn hins vegar að kljást við margfalt stærra vandamál (en sá verðbólgukúfur sem gengur nú yfir) en það snýr að trúverðugleika peningastefnunnar. Seðlabankinn er nú að lenda í því að fara inn í enn eitt verðbólguskeiðið án þess að nægur trúverðuleiki sé til staðar. Í því ástandi hefur vaxtahækkun takmörkuð áhrif á væntingar almennings og markaðsaðila, þ.m.t. verðbólguvæntingar. Má því velta fyrir sér hversu mikil (ef einhver) áhrifin yrðu af vaxtahækkun á verðbólgu næstu misserin. Í raun er hægt að færa rök fyrir því að vaxtahækkun yrði til þess fallin að hafa verðbólguhvetjandi áhrif að því leyti að vaxtahækkun hækkar fjármagnskostnað ríkis og fyrirtækja, sem skilar sér út í verðlagið á endanum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: