Batamerki á krónunni í kjölfar uppboðs?

Batamerki á krónunni í kjölfar uppboðs?

Fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishafta hefur nú verið tekið, en fyrr í vikunni lá fyrir niðurstaða í úboði Seðlabankans á gjaldeyri fyrir aflandskrónur. Samþykkt voru tilboð fyrir tæpa 13,5 milljarða króna (Seðlabankinn var tilbúinn að kaupa krónur fyrir 15 milljarða króna) og var meðalverð samþykktra tilboða 218,89 kr. fyrir evru en lágmarksverð samþykktra tilboða var 215 kr. fyrir evru. Álandsgengi krónunnar er í augnablikinu um 167 kr. á evru, þ.e. loka aflandsgengið í útboðinu er um 24% veikara. Við fyrstu sýn virðist niðurstaðan leiða í ljós að krónueign erlendra aðila sé ekki eins mikið vandamál og áður var talið.

Hin hliðin á peningnum
Hafa þarf í huga að þessi liður útboðsins er einungis önnur hlið peningsins, þ.e. sá hluta fjárfesta sem vilja selja krónueignir sínar. Hin hliðin, þ.e. þeir fjárfestar sem hafa áhuga á að selja evrur fyrir krónur, eru enn algjörlega óskrifað blað. Sé raunverulegur áhugi erlendra fjárfesta á að kaupa krónur á svipuðu gengi og fékkst í útboðinu yrði það sterk vísbending um að gengi krónunnar myndi ekki verða veikara en 215 kr. á evru ef fjármagnsflæði erlendra aðila væri gefið frjálst.
Verði hinsvegar ofan á að íslenskir lífeyrissjóðir séu einu líklegu mótaðilarnir til að kaupa krónurnar en erlendir aðilar sýna útboðinu engan áhuga, verður að túlka þetta útboð afar varlega sem mælikvarða á „styrkleika“ krónunnar. Reyndar má færa sterk rök fyrir því að slíkt gæti vakið upp falsvonir og væri einungis til þess fallið að losa um aflandskrónur á of sterku gengi.

Sjá nánari umfjöllun: