Stýrivöxtum haldið óbreyttum - líkur á vaxtahækkun aukast

Stýrivöxtum haldið óbreyttum - líkur á vaxtahækkun aukast

Skynsemissjónarmiðið hafði yfirhöndina við vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í dag og var stýrivöxtum haldið óbreyttum.

Verðbólgan á uppleið – en dugar vaxtahækkun ein og sér?
Þrátt fyrir að við séum að upplifa eitt versta samdráttarskeið frá seinna stríði þá hefur verðbólgumarkmiði eingöngu verið náð í fjóra mánuði samfleytt og nú er verðbólgan aftur á uppleið – endurspeglar hversu bitlaus peningastefnan er gagnvart þeim ytri þáttum sem hafa drifið hana áfram upp á síðkastið! Því má færa fyrir því rök að Seðlabankinn muni ekki hækka vexti vegna olíu- og hrávöruverðshækkana úti í heimi og jafnvel ekki heldur vegna veikingar krónunnar undanfarið (enda alls óvíst hvaða áhrif vaxtahækkun hefði á gengi krónunnar). Ljóst er hins vegar að hinir nýju kjarasamningar fara ekki vel í nefndarmenn og allt stefnir í að stjórntækjum verði beitt sem refsingu vegna þeirra á næstu mánuðum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: