Talsverð verðbólga í júní

Talsverð verðbólga í júní

Verðlag hækkaði um 0,5% í júní frá fyrri mánuði samkvæmt nýrri verðmælingu Hagstofunnar og mælist ársverðbólgan því nú 4,2% samanborið við 3,4% í maí. Spá Greiningardeildar hljóðaði upp á 0,6%. Frávikin má rekja til lækkunar á flugfargjöldum ásamt því sem húsnæðisliðurinn hafði veikari áhrif en við höfðum gert ráð fyrir.

Kostnaðarverðbólga gengur nú yfir þar sem áhrif vegna launahækkana, hækkandi hrávöruverðs og veikingar krónunnar koma fram á sama tíma. Að mati Greiningardeildar má nú þegar greina veik merki þess efnis að birgjar og kaupmenn séu farnir að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlagið en fyrstu launahækkanir vegna kjarasamninga áttu sér stað 1. júní sl. Við gerum þó ráð fyrir að sterkari áhrif komi fram á komandi mánuðum. Nú þegar hefur verðlagsnefnd búvara stigið fram og tilkynnt gjaldskrárhækkun á mjólk og öðrum mjólkurafurðum 1. júlí nk. Greiningardeild gerir ráð fyrir að aðrir birgja og kaupmenn fylgi í kjölfarið.

Sjá umfjöllun í heild sinni: