Icelandair Group: Olían á ferð og flugi

Icelandair Group: Olían á ferð og flugi

Flugfélög hafa ekki farið varhluta af hækkunum olíuverðs á þessu ári en olíuverð er í dag um 15% hærra en það var í upphafi árs. Hækkanirnar hafa verið drifnar áfram af auknum hagvext og óvissu hvað varðar framboðshliðina sökum pólitísks óstöðugleika í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Olíuverð, fór hæst í 126 dollara en hefur lækkað heldur að undanförnu og er í dag um 110 dollarar á tunnuna (Brent). Verð þessa árs hefur að meðaltali verið um 111 dollarar sem er rúmlega 30% hærra en meðaltal síðasta árs.
Á síðustu tveimur vikum hefur olíuverð lækkað um tæp 10% en þar hefur ákvörðun IEA (International Energy Agency) um að losa auknar birgðir á markað til að koma til móts við minna framboð frá Líbýu haft einna mest áhrif.

Icelandair Group og olían. Hlutfall eldsneytiskostnaðar af rekstrarkostnaði Icelandair Group hefur verið um 19% undanfarin fimm ár, tæp 20% á síðasta ári en búast má við að hlutfallið hækki heldur á þessu ári. Til að mynda var hlutfallið 22% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 14% og 16% árin 2009 og 2010.

Sjá nánari umfjöllun: