Góð eða slæm fjárfesting - selja lífeyrissjóðirnir erlendar eignir?

Góð eða slæm fjárfesting - selja lífeyrissjóðirnir erlendar eignir?

Nú liggur fyrir niðurstaða seinni leggs gjaldeyrisútboðs Seðlabankans. Umframeftirspurn var í útboðinu en tekið var tilboðum fyrir 61,7 milljón evra (13 ma.kr) en heildartilboð námu um 71,8 milljónum evra. Leiða má að því líkum að stærsti kaupendahópurinn í þessu útboði hafi verið lífeyrissjóðir landsins enda bauðst Seðlabankinn til að kaupa gjaldeyri fyrir krónur í formi langs verðtryggðs ríkisskuldabréfs (binditími 5 ár) sem fellur vel að fjárfestingarstefnu sjóðanna. Spennandi verður að sjá hvert næsta skref Seðlabankans verður í útboðsferlinu en ef marka má útboðið virðist takmarkaður áhugi fjárfesta fyrir því að koma inn á gengi undir EURISK 210 miðað við þær skorður sem settar voru í þessu útboðsferli.

Verður framhald á útboðunum, hverjir taka þátt?
Hér þarf að hafa í huga að Seðlabankinn hefur horft til erlendra eigna lífeyrissjóðanna sem hluta af lausninni á umtöluðum aflandskrónuvanda. Erlendir fjárfestar sem hafa verið í fjárfestingum hér á landi hafa haft lítinn áhuga á löngum verðtryggðum ríkisbréfum enn sem komið er og því ólíklegt að þeir hafi verið umsvifamiklir þáttakendur í þessu útboði. Ef framhald verður á útboðunum má spyrja sig hvort það sé æskilegt og eðlilegt að lífeyrissjóðirnir noti erlendar eignir sínar til að losa um aðþrengda fjárfesta.

Sjá nánari umfjöllun: