Verðbólguspá: Verðlag lækkar um 0,2% í júlí

Verðbólguspá: Verðlag lækkar um 0,2% í júlí

Greiningardeild spáir 0,2% verðhjöðnun í júlí, þ.e. 0,2% lækkun á vísitölu neysluverðs (VNV). Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan mælast 4,7% samanborið við 4,2% í júní. Lækkun þessi á verðlagi má fyrst og fremst rekja til tímabundinna áhrifa frá sumarútsölum sem koma nú fram af fullum þunga í þessum mánuði. Á hinn bóginn mun hækkun eldsneytisverðs, húsnæðisliðar og launa (áhrif kjarasamninga) hafa áhrif til hækkunar.

Barátta Seðlabankans við verðbólgumarkmið
Ljóst er að barátta Seðlabankans til að viðhalda verðbólgu við markmið sitt er töpuð í bili. Ársverðbólgan hefur frá því í apríl mælst yfir 2,5% markmiði bankans og gangi bráðabirgðaspá okkar eftir (sjá hér að neðan) er útlit fyrir að ársverðbólgan verði í kringum 5,5% í september. Hins vegar er mikilvægt að átta sig á því að sú verðbólga sem gengið hefur yfir má einkum rekja til hrávöruverðshækkana úti í heimi sem ómögulegt er fyrir Seðlabankann hér heima að sporna gegn. Til að bæta olíu á eldin hafa aðrir innlendir þættir ýtt undir versnandi verðbólguhorfur eins og hinir títtnefndu kjarasamningar - sem Seðlabankinn varaði margoft við að samræmdist ekki verðbólgumarkmiði bankans. Þessu til viðbótar hefur fasteignamarkaðinn sýnt skýr merki um viðsnúning – en aukin umsvifin á þeim markaði eru ekki keyrð áfram á auknum útlánum í kerfinu heldur með eigin fé fjárfesta og sparífé einstaklinga (sem m.a. má rekja til gjaldeyrishafta). Þá hefur krónan einnig verið í veikingarfasa á sama tíma. Barátta Seðlabankans við verðbólguna á næstu misserum er því heldur erfið og má deila um hvort hann hafi einhver tæki eða tól til að berjast við þá verðbólgu sem framundan er.

Sjá umfjöllun í heild sinni: