Icelandair Group - Fínn fjórðungur þrátt fyrir erfiðleika

Icelandair Group - Fínn fjórðungur þrátt fyrir erfiðleika

Icelandair Group birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung á fimmtudaginn var og hélt kynningarfund á nýuppgerðu Icelandair Hótel Reykjavík Natura eftir lokun markaða degi síðar. Segja má að annar fjórðungur hjá Icelandair Group hafi helst einkennst af miklum innri vexti, en félagið jók framboð á millilandaflugi töluvert eða sem nemur 25% á milli ára.

Heildarvelta félagsins nam um 25 mö.kr. sem er um 14% aukning samanborið við annan ársfjórðung í fyrra (en aukningin nemur 21% ef tekið er tillit til þeirra félaga sem fóru út úr samstæðunni um síðustu áramót). Heildargjöld félagsins námu tæpum 23 mö.kr. sem er rúmum 16% hærra en á sama tíma í fyrra en þar vigtar hár olíukostnaður hvað mest – en olíureikningur félagsins var tæplega 50% hærri á tímabilinu. Starfsmannakostnaður er þó enn stærsti útgjaldaliður félagsins og nam um 24,5% af veltu.
EBITDA félagsins á öðrum ársfjórðungi var því tæp 2,1 ma.kr. og EBITDA hlutfallið um 8,3%. Kostnaður og tekjutap vegna eldgossins í Grímsvötnum er talið nema um 300 m.kr. og yfirvinnubann flugmanna kostaði félagið sambærilega fjárhæð. Hagnaður tímabilsins var 409 m.kr. samanborið við tap upp á 161 m.kr. í fyrra.

Sjá nánari umfjöllun: