Vaxtahækkunarferlið hafið

Vaxtahækkunarferlið hafið

Á síðustu vaxtaákvörðunarfundum hefur peningastefnunefnd undirbúið jarðveginn fyrir komandi vaxtahækkanir. Í dag lét nefndin til skarar skríða og hækkaði vexti um 25 punkta. Í yfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið var einnig gefið til kynna að frekari hækkun vaxta sé á dagskrá. Segja má að Seðlabankinn hafi verið samkvæmur sjálfum sér – þrátt fyrir að deila megi um hversu sterk rök liggja þar að baki.

Seðlabanki á flæðiskeri – stefnubreyting hjá öðrum seðlabönkum?
Þrátt fyrir að áhrif þess ástands sem nú ríkir á mörkuðum úti í heimi eigi eftir að koma að fullu fram eru sterkar vísbendingar um að hjól efnahagslífsins (erlendis) séu farin að snúast hægar. Seðlabanki Englands, Svíþjóðar og Bandaríkjanna hafa allir lækkað hagvaxtarspár sína en auk þess hafa ýmsar nýlegar hagtölur gefið vísbendingar um aukinn slaka. Við þetta má bæta að norski seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi sínum í síðustu viku. Einnig virðist evrópski seðlabankinn vera hættur að hækka vexti í bili en fyrir fáeinum misserum bjuggust menn við frekari vaxtahækkunum út árið. Þetta setur nokkra seðlabanka í erfiða stöðu því samhliða sögulega lágum vöxtum hefur verðbólga látið á sér kræla. Til að mynda býst Englandsbanki við því að verðbólgan nái hámarki í 5% síðar á árinu en stýrivextir þar standa í 0,5%.

Seðlabanki Íslands virðist því vera sér á báti þegar horft er til þeirra landa sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Á sama tíma og Seðlabankinn hér heima kýs að hefja vaxtahækkunarferli sitt þá hafa seðlabankar úti í heimi látið staðar numið í bili að minnsta kosti. Þetta gera þeir þrátt fyrir umtalsverða verðbólgu þar sem óvissan er mikil – en ljóst er að þar fá hagkerfin að njóta vafans.

Sjá umfjöllun í heild sinni: