Viðskiptajöfnuður versnandi fer

Viðskiptajöfnuður versnandi fer

Töluverð óvissa hefur ríkt um vænta gjaldeyrissköpun þjóðarinnar (þ.e. viðskiptajöfnuðinn sjálfan) þar sem áhrif föllnu bankanna á hagtölur eru miklar. Í opinberum tölum hafa t.a.m. áfallnir vextir þrotabúanna reiknast sem gjöld þjóðarbúsins en það liggur fyrir að vextirnir verða aldrei greiddir. Því hafa opinberar tölur um viðskiptajöfnuð e.t.v. verið verri en efni standa til.
Seðlabankinn hefur um nokkurt skeið birt tölur um viðskiptajöfnuð án innlánsstofnanna í slitameðferð, væntanlega svo að hægt sé að fá betri yfirsýn yfir vænta gjaldeyrissköpun landsins. Sá mælikvarði er þó þeim annmörkum háður að hann tekur ekki til þeirra áhrifa sem verða til þegar eignum þrotabúanna verður skipt á milli kröfuhafa, sem eru að stærstum hluta erlendir aðilar, því er viðskiptajöfnuður (þ.e. afgangurinn) væntanlega ofmetinn á þennan mælikvarða. Einnig hefur Seðlabankinn stöku sinnum birt án áhrifa lyfjafyrirtækisins Actavis á téðan viðskiptajöfnuð, en með slíkri framsetningu verður afgangur af viðskiptajöfnuði umtalsverður eða á bilinu 3-4,7% á árunum 2011-2013. Hinsvegar eru báðar framsetningar nokkuð villandi þar sem ekki eru tekin með í reikninginn þau neikvæðu áhrif sem von er á þegar eignum bankanna hefur verið skipt upp á milli kröfuhafa.

Sjá nánari umfjöllun: