Hagvaxtarhorfur erlendis versna - órói á fjármálamörkuðum

Hagvaxtarhorfur erlendis versna - órói á fjármálamörkuðum

Í kjölfar fjármálakrísunnar 2008 varð mikill samdráttur í flest öllum hagkerfum heimsins. Í kjölfarið tóku yfirvöld sig til og studdu við efnahagslífið m.a. með lækkun vaxta, peningaprentun, ríkisútgjaldaaukningu ásamt því að fjármálastofnunum var bjargað frá falli. Þessar aðgerðir virtust hafa skilað tilætluðum árangri því flest hagkerfi heimsins voru byrjuð að vaxa í lok árs 2009. Þetta hafði þó neikvæð aukaáhrif í för með sér því björgunaraðgerðirnar og slaki í ríkisfjármálum leiddu af sér mikinn halla ríkissjóða sem í kjölfarið leiddi til skuldaaukningar ríkissjóða. Ekki sér fyrir endann á þessari gríðarlegu skuldaaukningu þar sem afar illa hefur gengið að skera niður útgjöld í því efnahagsumhverfi sem nú ríkir. Má því segja að ný skulda- og ríkisfjármálakrísa hafi nú tekið við fjármálakrísunni 2008.

Órói á fjármálamörkuðum

Mikill órói hefur einkennt fjármálamarkaði síðustu vikur en sveiflur af þessari stærðargráðu hafa ekki sést síðan í fjármálakrísunni 2008. Ekki er útlit fyrir að markaðir fari að róast enda hafa undirliggjandi vandamál ekki verið leyst. Óróann má að stærstu leyti rekja til óvissu um framtíð evrunnar, lækkun á lánshæfi Bandaríkjanna og sífellt versnandi efnahagshorfum.

Sjá nánari umfjöllun: