Gat í gjaldeyrisforðanum

Gat í gjaldeyrisforðanum

Í síðustu viku lauk Seðlabanki Íslands við gjaldeyrisútboð sem miðaði að því að endurheimta þann gjaldeyri sem nýttur var til losa um aðþrengda fjárfesta í júlímánuði. Þá hafði Seðlabankinn keypt tæpa 15 milljarða af „aflandskrónum“ í skiptum fyrir 69 milljónir evra (teknar af gjaldeyrisforðanum).

Fjárfestar sýndu útboðinu lítinn áhuga en Seðlabankinn fékk einungis um 3,4 milljónir evra tilbaka og því minnkaði forðinn um 65,6 milljónir evra (10,7 milljarða króna m.v. opinbert gengi) á einu bretti. Má því velta fyrir sér hvort þessum „reglulegu“ gjaldeyrisútboðum sé lokið í bili, eða í það minnsta það form sem notast hefur verið við síðustu tvö skipti, þar sem áhugi á þátttöku virðist vera orðinn lítill sem enginn meðal fjárfesta/lífeyrissjóða. Því verður áhugavert að sjá nánari útfærslu á næstu skrefum í afnámi hafta en væntanlega mun Seðlabankinn gera áhugasömum krónufjárfestum kleift að fjárfesta í fleiri eignum en ríkistryggðum skuldabréfum.

Sjá nánari umfjöllun: