Aflmiklar auðlindir: Niðurstöður rammaáætlunar

Aflmiklar auðlindir: Niðurstöður rammaáætlunar

Fyrr í þessum mánuði sendi iðnaðarráðherra frá sér þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem byggir á niðurstöðum annars áfanga rammaáætlunar sem kynntar voru fyrr í sumar. Ef gert er ráð fyrir því að þeir virkjanamöguleikar sem falla í svokallaða nýtingar- og biðflokka verði að veruleika myndi það þýða tæplega 80% aukningu í virkjunarafli íslenskra virkjana á næstu 8 árum.

Fjárfesting vegna þess stofnkostnaðar sem fylgir virkjununum gæti numið að meðaltali um 4% af landsframleiðslu á næstu árum – eða um 84 ma. króna á ári á tímabilinu 2013-2019. Til samanburðar þá mældist heildarfjármunamyndun á Íslandi árið 2010 í kringum 199 ma.kr. (eða sem nemur 13% af vergri landsframleiðslu). Framlag aukinna virkjanaframkvæmda til fjárfestingar í landinu gæti því aukið fjármunamyndun um 30% á hverju ári komi til þessara framkvæmda. Því er ljóst að gríðarlegra hagvaxtaráhrifa myndi gæta ef ráðist yrði í framkvæmdirnar – en þann vara verður þó auðvitað að hafa á að ólíklegt er að öllum þessum virkjanakostum verði hrint í framkvæmd innan þess tímaramma sem hér er nefndur. Hins vegar er ljóst að talsvert rúm er til mikillar aukningar uppsetts afls bæði ef vilji og fjármagn er til staðar.

Sjá nánari umfjöllun: