Viðskiptahalli í gjaldeyrishöftum, gengur það upp?

Viðskiptahalli í gjaldeyrishöftum, gengur það upp?

Seðlabankinn birti í síðustu viku tölur um viðskiptajöfnuð á öðrum ársfjórðungi. Samkvæmt opinberum tölum var viðskiptajöfnuðurinn neikvæður um 14% af VLF á 2F 2011 (eða sem nemur 58 mö.kr.). Þessar tölur eiga hins vegar lítið skylt við raunveruleikann þar sem áhrif gömlu bankanna eru enn inni í opinberu tölunum.
Því má ætla að tölur um viðskiptajöfnuð án innlánsstofnana í slitameðferð gefi töluvert betri mynd af því sem er að eiga sér stað í þjóðarbúskapnum og viðskiptum við útlönd. Á þeim mælikvarða var viðskiptajöfnuður minna neikvæður eða um 21 ma.kr. á 2F 2011 og um 30 ma.kr það sem af er þessu ári. Sé þetta sett í samhengi við hina nýju hagspá Seðlabankans þá þýðir þessi niðurstaða að viðskiptajöfnuðurinn á seinni hluta ársins þarf að vera jákvæður um 43 ma.kr. – eigi viðskiptaafgangur upp á 0,8% af VLF að ganga upp!

Sjá umfjöllun í heild sinni: