Mistök á mistök ofan? Óbreyttir stýrivextir Seðlabankans

Mistök á mistök ofan? Óbreyttir stýrivextir Seðlabankans

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kom heldur á óvart og hélt stýrivöxtum óbreyttum í dag. Spár markaðsaðila gerðu ráð fyrir á bilinu 25-50 punkta hækkun. Greiningardeild spáði 25 punkta hækkun.
Greiningardeild er á þeirri skoðun að vaxtaákvörðunin í ágúst hafi verið mistök en að ákvörðunin í dag hafi verið rétt. Hins vegar óttumst við að mistökin frá því í ágúst verði endurtekin á komandi fundum.

Er stysti vaxtahækkunarferill sögunnar á enda?
Að því gefnu að krónan gefi ekki eftir á komandi mánuðum er útlit fyrir að ársverðbólgan gangi hratt niður á árinu 2012. Burtséð frá krónunni þá hafa verðbólguhorfur skánað að undanförnu sem helgast einkum af því að hagvaxtarhorfur úti í heima hafa versnað. Útlit er því fyrir að verðlækkanir muni fljótlega gera vart við sig á helstu hrávörumörkuðum sem munu á endanum skila sér hingað heim. Þá er ekki hægt að útiloka að efnahagsslakinn hér heima verði meiri en spár gera ráð fyrir einkum ef horfur í heimsbúskapnum fara ekki að skána fljótlega.

Sjá nánari umfjöllun: