Marel: 3. ársfjórðungur yfir væntingum

Marel: 3. ársfjórðungur yfir væntingum

Marel birti afkomu sína fyrir 3F í gær en hagnaður félagsins á tímabilinu nam 10,5 milljónum evra samanborið við 2,4 milljón evra hagnað í fyrra. Niðurstaðan er í takt við spá greiningardeildar um 10,6 milljón evra hagnað. Tekjur á fjórðungnum námu um 169 milljónum evra samanborið við spá okkar um 165 milljón evrur. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam um 25,8 milljónum evra eða 15,3% af tekjum. Fjórðungurinn var því mjög góður hjá félaginu en sögulega hefur hann alla jafna verið sá lakasti vegna sumarleyfa sölumanna.

Sjá nánari umfjöllun: