ECB lækkar vexti - vísbending um það sem koma skal?

ECB lækkar vexti - vísbending um það sem koma skal?

Ákvörðun seðlabanka Evrópu um að lækka stýrivexti um 25 punkta í gær kom mörgum á óvart. ECB byggir ákvörðun sína á hagvaxtarhorfum innan Evrópu en svo virðist sem útlitið sé orðið nokkuð svart og búast hagfræðingar á evrusvæðinu jafnvel við enn meiri lækkun vaxta fyrir áramót. Ákvörðun ECB er talin endurspegla áhyggjur þarlendra stjórnvalda um skuldakreppu evrulandanna. Danski seðlabankinn lækkaði sömuleiðis vexti (35 punkta) og eru þeir í fyrsta skipti undir vöxtum evrópskra kollega sinna. Vaxtalækkun þarlendis á að styðja við hagkerfið en sem stendur er von á daufum hagvexti í Danmörku á næsta ári.

Sjá nánari umfjöllun:

03. desember 2018

Saman á ný

Sjávarútvegsfyrirtæki gegndu lykilhlutverki í að byggja upp kauphöll á Íslandi. Upp úr aldamótum...

LESA NÁNAR

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR