Stýrivaxtaákvörðun í nóvember og hagvaxtarhorfur

Stýrivaxtaákvörðun í nóvember og hagvaxtarhorfur

Seðlabankinn lét sverfa til stáls í dag þegar bankinn hækkaði vexti um 25 punkta. Greiningardeild ásamt öðrum markaðsaðilum spáði óbreyttum stýrivöxtum. Þessi ákvörðun kemur því á óvart enda hafa flestir þættir þróast með nokkuð jákvæðum hætti frá því að stýrivextir voru hækkaðir í ágúst. Verðbólga hefur verið langtum minni en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá sinni, verðbólguvæntingar hafa lækkað, krónan hefur styrkst – en þessir þættir hafa verið meginþema í vaxtaákvörðunum síðastliðin ár – og hefði mátt ætla að svo væri áfram. Eins má sjá, ef horft er til þróunarinnar það sem af er ári, að bæði einkaneysla og fjárfesting eru veikari á þessu ári en seðlabankinn hafði gert ráð fyrir í ágústspá sinni. Báðir þessir þættir eru sterk vísbending um að efnahagsbatinn sé byggður á veikum grunni enda er lykilforsenda að okkar mati að fjárfesting komist á gott skrið, ella má segja að einkaneyslan sé ósjálfbær.

Sjá nánari umfjöllun:

13. september 2018

Flug og föt vega salt

Við spáum 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í september, sem er rétt undir bráðabirgðaspá okkar frá...

LESA NÁNAR