Ísland og umheimurinn

Ísland og umheimurinn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf á dögunum út skýrslu um stöðu alþjóðamarkaða (Global Financial Stability Report 2011). Þar var m.a. lögð áhersla á mikilvægi hagvaxtar í kjölfar fjármálakreppunnar til að sporna við of þungri skuldabyrði landa. Að mati AGS eru efnahagsreikningar margra ríkja fremur berskjaldaðir fyrir breytingum á mörkuðum sökum þess að áhætta hefur færst frá einkageiranum yfir á hið opinbera. Því sé mikilvægt að ríkisfjármálastefnan styðji sérstaklega við umsvif í hagkerfinu þar sem peningamálastefnan hafi takmarkaða getu til að ýta undir hagvöxt. AGS telur að alþjóðalega fjármálakreppan sé nú komin á pólitískt stig þar sem pólitísk þrætumál standi í vegi fyrir að nauðsynlegum aðgerðum sé hrint í framkvæmt, t.a.m. á evrusvæðinu. Sama mátti einnig segja um vanda Bandaríkjanna en deila um að hækka skuldaþak þeirra var langvinn og leyst á síðustu stundu. Ítarlegan samanburð á Íslandi og erlendum ríkjum má finna hér að neðan.

Sjá nánar: