Staða íslenskra og evrópskra heimila

Staða íslenskra og evrópskra heimila

Nýverið birti Hagstofa Íslands lífskjararannsókn á stöðu íslenskra heimila en rannsóknin er hluti af samræmdri rannsókn Evrópusambandsins um lífskjör í álfunni. Niðurstöðurnar hafa oft á tíðum vakið mikla athygli hérlendis, en ljóst er að óskandi væri að íslensk heimili stæðu betur en raun ber vitni. Sumir mælikvarðanna koma þó betur út en margan hefði grunað, t.a.m. eru vanskil húsnæðislána eða leigu mjög svipuð og þau voru árið 2004. Lítið hefur þó verið fjallað um stöðu heimilanna í samanburði við önnur Evrópulönd. Greiningardeild hefur tekið saman helstu niðurstöður rannsóknar Evrópusambandsins þar sem kostur gefst á að skoða íslensku tölurnar í víðara samhengi.

Sjá nánar: