Afnám hafta og 50/50 leiðin

Afnám hafta og 50/50 leiðin

Seðlabanki Íslands starfar nú eftir lögum um afnám gjaldeyrishafta sem taka mið af því að þau verði afnumin að fullu í lok árs 2013. Því hefur Seðlabankinn einungis 25 mánuði til stefnu eigi markmið stjórnvalda um afnám hafta að ná fram að ganga. Þá verða liðin rúmlega 5 ár frá því að gjaldeyrishöftin voru innleidd formlega þann 28. nóvember 2008.

Skrefið sem stigið var síðastliðinn föstudag bendir þó til þess að afnámsferlið muni taka umtalsvert lengri tíma en opinberar áætlanir ganga útfrá. Enda felur „Fjárfestingarleiðin“ svokallaða (sjá umfjöllun fyrir neðan) í sér afar varfærið skref í átt að afnámi hafta, sem mun hygla þeim hópi aflandskrónueigenda sem sátu fastir fyrir setningu gjaldeyrishaftanna. Þar að auki er leiðin fremur torveld, þar sem uppfylla þarf flókin og íþyngjandi skilyrði til að geta nýtt sér hana.

Hverju skilar 50/50 leiðin?

Að okkar mati er afar hæpið að „Fjárfestingarleiðin“ skili miklum fjárfestingum til landsins. Þær munu frekar virka letjandi þar sem ferlið er einfaldlega allt of flókið og munu erlendir fjárfestar fremur vilja bíða eftir næsta útspili Seðlabankans, og þess í stað halda áfram að fjárfesta aflandskrónum í ríkisskuldabréfum og innlánum. Ef sú verður raunin þarf að setja ákveðið spurningarmerki við síðustu hagspá Seðlabankans þar sem m.a. er gert ráð fyrir 16,5% aukningu í fjárfestingu á næsta ári.

Sjá nánari umfjöllun: