Engin verðbólga í nóvember - Spár S.Í. og greiningardeildar

Engin verðbólga í nóvember - Spár S.Í. og greiningardeildar

Verðlag stóð í stað í nóvember frá fyrri mánuði samkvæmt nýrri verðmælingu Hagstofunnar. Ársverðbólgan mælist nú 5,2% samanborið við 5,3% í október. Greiningardeild spáði 0,1% mánaðarbreytingu í nóvember en frávikið helgast einna helst af meiri lækkun á matvörum en við gerðum ráð fyrir. Í heild var það hækkun á markaðsverði húsnæðis sem kom í veg fyrir ríflega verðhjöðnun í nóvember, en húsnæðisliðurinn í heild sinni hækkaði VNV um 0,14%.
Verðmælingin nú gefur til kynna að síðasta verðbólguspá Seðlabankans frá því í byrjun nóvember hafi ofmetið verðbólguna verulega fyrir fjórða ársfjórðung, þrátt fyrir að þá hafi verðbólguspá bankans frá því í júlí verið færð verulega mikið niður.

Verðbólguspár S.Í. og greiningardeildar

Löngum hefur reynst erfitt að spá langt fram í tímann um þróun verðbólgunnar hér á landi. Sömuleiðis getur reynst þrautinni þyngra að spá fyrir um verðbólgu til skamms tíma.

Seðlabankinn stórlega vanmat verðbólguna í fyrstu tveimur spám sínum í Peningamálum 1 og 2 á þessu ári. Í Peningamálum 3 sneri bankinn hins vegar við blaðinu og ofmat verðbólguna á þriðja ársfjórðungi all hressilega. Ljóst er að spá bankans fyrir fjórða ársfjórðung (PM 4) þessa árs hefur tekið talsverðum breytingum frá því í PM 3, og er útlit fyrir að spá bankans sé allt of há fyrir ársfjórðunginn. Svo að spá SÍ gangi eftir þarf verðbólgan í desember að mælast 1,34% í desember, en til samanburðar spáir greiningardeild 0,2% verðbólgu í desember.

Sjá nánari umfjöllun: