Fjárfestingarleiðin - að festast á Íslandi

Fjárfestingarleiðin - að festast á Íslandi

Eins og við fjölluðum um í síðustu viku þá er í mörg horn að líta fyrir þá fjárfesta sem hafa áhuga á að nýta sér svokallaða „Fjárfestingarleið“ Seðlabankans við afnám gjaldeyrishafta. „Fjárfestingarleiðin“ felur í sér að fjárfestar skuldbinda sig til að fjárfesta á Íslandi að lágmarki í fimm ár hafi þeir áhuga á því að nýta sér aflandskrónur í viðskiptum sínum hér á landi. Með því að beina aflandskrónum í langtímafjárfestingu er hugsunin hjá Seðlabankanum að dreifa yfirvofandi útflæði á gjaldeyrismarkaði yfir lengri tíma og tryggja þannig jafnvægi í greiðslujöfnuði landsins til lengri tíma litið. Afnámi hafta á að vera lokið eftir 25 mánuði og ef „Fjárfestingarleiðin“ gengur eftir mun hluti aflandskróna því ekki ógna gengi krónunnar á meðan unnið er að markmiðum um afnám gjaldeyrishafta.

Sjá nánari umfjöllun: