Einkaneyslan drífur hagvöxt en hversu lengi?

Einkaneyslan drífur hagvöxt en hversu lengi?

Landsframleiðslan jókst að raungildi um 3,7% á fyrstu 9 mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra, skv. tölum Hagstofunnar (árstíðarleiðrétt). Innlend eftirspurn (einkaneysla, samneysla, fjárfesting og birgðabreyting) jókst á sama mælikvarða um 4,4% milli ára. Líkt og við var að búast þá er það einna helst samneyslan (hið opinbera) sem heldur niðri hagvexti, sömuleiðis hafa utanríkisviðskipti neikvæð áhrif á hagvöxt þar sem vöxtur í innflutningi er umfram vöxt í útflutningi. Vöxtur í þjónustu leikur hér stórt hlutverk en aukinn straumur ferðamanna til landsins er þar meginskýringin.

Það sem einna helst stendur uppúr er hversu mikil aukning er í einkaneyslu á árinu. Atvinnuvegafjárfesting virðist hafa tekið við sér, en samkvæmt tölum Hagstofunnar nam vöxturinn á fyrstu 9 mánuðum ársins ríflega 13%. Þó á enn eftir að koma í ljós endanlega hvernig fjárfestingartölur þróuðust árið 2010. Ef atvinnuvegafjárfesting var meiri á árinu 2010, líkt og Seðlabankinn hefur margsinnis bent á, þá gætu tölurnar nú gefið villandi vísbendingu um vöxtinn milli ára (hærra 2010 þýðir lægra 2011).

Sjá nánari umfjöllun: