Spáum óbreyttum stýrivöxtum í desember

Spáum óbreyttum stýrivöxtum í desember

Seðlabankastjóri hefur í ræðu svo gott sem tekið af allan vafa um að frekari stýrivaxtahækkanir séu í pípunum á næstu mánuðum. Vissulega eru alltaf til staðar ákveðnir óvissuþættir og geta horfur breyst á skömmum tíma, rétt eins og dæmin sanna. Einnig getur viðhorf einstakra meðlima Peningastefnunefndar verið ólíkt eins og lesa má útúr síðustu fundargerðum. Greiningardeild tekur undir með Seðlabankastjóra og teljum við ekki þörf á frekari vaxtahækkunum eins og staðan er í dag. Greiningardeild spáir því óbreyttum stýrivöxtum næstkomandi miðvikudag.
Við teljum jafnframt að litlar líkur séu á því að stýrivextir muni hækka á næsta ári, og ef horfur úti í heimi halda áfram að versna, má færa fyrir því góð rök að vextir ættu að lækka. E.t.v. er betra að bíða með slíkar vangaveltur þar til í ljós kemur hvernig Seðlabankanum tekst til við að ná niður verðbólgu og verðbólguvæntingum. Gangi hins vegar grunnverðbólguspá Seðlabankans eftir gætu skapast forsendur til vaxtalækkana, strax á næsta ári, að því gefnu að Seðlabankinn verði framsýnn í ávarðanatöku.

Sjá nánari umfjöllun: