Verðbólguspá fyrir desember

Verðbólguspá fyrir desember

Greiningardeild spáir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í desember. Búast má við heldur tíðindalitlum desember þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um breytingar á næstu mánuðum. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 5,1% í árslok.
Fyrri bráðabirgðaspá hefur tekið örlitlum breytingum en sú spá gæti tekið enn fleiri breytingum þar sem óveðursský hafa hrannast upp á alþjóðamörkuðum upp á síðkastið. Ef slík þróun heldur áfram með tilheyrandi þrýstingi á hrávöruverð ættu áhrifin að koma fram í minni verðbólgu á næstu mánuðum (sjá umfjöllun fyrir neðan).

Helstu þættir í spánni í desember:


• Húsnæðisliðurinn, endurtekið efni. Vart hefur farið framhjá nokkrum manni að töluverð hækkun hefur orðið á fasteignamarkaði síðasliðna mánuði. Síðustu þrjá mánuði hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu t.a.m. hækkað um tæp 3%. Áhrifin hafa komið af auknum þunga fram í VNV. Greiningardeild gerir ráð fyrir að áhrifin haldi áfram að skila sér í VNV með svipuðum hætti á næstu mánuðum. Áhrif í desember: + 0,1%

Flugfargjöld hækka. Flugfargjöld lækkuðu hóflega í nóvember (-0,04% áhrif á VNV) samanborið við undanfarin ár. Í raun má segja að síðustu mánuði hafi breytingar verið heldur litlar miðað við það sem á undan er gengið. Við gerum því ráð fyrir að hækkunin í desember verði svipuð og lækkunin í nóvember. Áhrif í desember:+0,05%

Bensínverð lækkar. Verð á bensíni hefur lækkað lítillega frá því í nóvember. Áhrif í desember: - 0,05%

Sjá nánari umfjöllun: